Um sjóðinn

 

Hlutverk og

stefnur sjóðsins

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.

Hlutverk

Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þá veitir sjóðurinn lán samhliða kaupum á eignarhlutum.

Í starfsemi sinni tekur Nýsköpunarsjóður mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs. Þá er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.

Í hlutverki Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins felst:

 • Að fjárfesta í áhættusömum nýsköpunar-og sprotafyrirtækjum, óháð atvinnugreinum, þar sem líkur eru á miklum vexti og skortur á áhættufjármagni.  Sjóðurinn gerir sambærilegar kröfur til ávöxtunar fjármuna og aðrir áhættufjárfestar.
 • Að eftirfylgd fjárfestinga sé í formi viðbótarfjármagns og lána. Sjóðurinn gerir almennt kröfu um stjórnarsetu tengt fjárfestingum.
 • Að sala á eignarhlutum sjóðsins sé með áherslu á gegnsæi í söluferli.
 • Að laða að innlent og erlent fjármagn til fjárfestinga í íslenskum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
 • Að vera leiðandi fjárfestir í nýjum verkefnum þar sem við á.
 • Að Nýsköpunarsjóður er traustur og sveigjanlegur og því eftirsóttur til samstarfs við fjármögnun íslenskra nýsköpunar- og sprotafyrirtækja.
 • Að Nýsköpunarsjóður ýti undir bætta stjórnarhætti í félögum sem hann fjárfestir í.
 • Að Nýsköpunarsjóður sé eftirsóttur vinnustaður.

Lög og reglur
 

Framtíðarsýn

Íslensk nýsköpunar- og sprotafyrirtæki hafi aðgang að virkum markaði áhættufjár frá viðskiptahugmynd til vaxtar.

Með virkum markaði áhættufjár er átt við að:

 • Jafnvægi sé á milli arðvænlegra verkefna og framboðs fjármagns sem þarf til þess að hrinda þeim í framkvæmd.
 • Til staðar sé þolinmótt fjármagn fyrir áhættusöm sprotafyrirtæki frá háskólum og rannsóknarstofnunum sem byggja á byltingarkenndum rannsóknum.
 • Gott samband og samvinna sé á milli þeirra sem koma að nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum á öllum stigum fjármögnunar.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er öflugur fjárfestir sem gegnir lykilhlutverki á skilvirkum markaði áhættufjár fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Með öflugum fjárfesti er átt við að:

 • Stjórnun, starfshættir, aðbúnaður, hæfni, ábyrgð og kjör séu sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum áhættufjárfestum á markaði.

Gildi

Gildi Nýsköpunarsjóðsins eru ábyrgð, samstarf og framsýni.

Stefnur

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins starfar samkvæmt eftirfarandi stefnum:

Teymið

Huld Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri

Friðrik Friðriksson
Fjármálastjóri

Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir
Fjárfestingastjóri

Örn Viðar Skúlason
Fjárfestingastjóri

Stjórn

Áslaug Friðriksdóttir

Hákon Stefánsson

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Sigurður Hannesson