Um sjóðinn

Hlutverk

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur að leiðarljósi að fjárfesta í fyrirtækjum þar sem vænta má mikils virðisauka og arðsemi af starfseminni og góðrar ávöxtunar fyrir sjóðinn. Hagnaði Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er varið til uppbyggingar sjóðsins, frekari fjárfestinga í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum og rannsókna á starfsumhverfi þeirra.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins gegnir hlutverki sínu með því að:

Framtíðarsýn

Íslensk nýsköpunar- og sprotafyrirtæki hafi aðgang að virkum markaði áhættufjár frá viðskiptahugmynd til vaxtar.

Með virkum markaði áhættufjár er átt við að:

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sé öflugur áhættufjárfestir sem gegnir lykilhlutverki á skilvirkum markaði áhættufjár fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki.

Með öflugum áhættufjárfesti er átt við að:

Í lykilhlutverki Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins felst:

Samþykkt af stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

Hlutafjárþátttaka

Meginstarfsemi Nýsköpunarsjóðs fellst í kaupum á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum en fyrir framlag sjóðsins eignast hann hlutdeild í fyrirtækinu í samræmi við það verðmat sem eigendur viðskiptahugmyndarinnar og Nýsköpunarsjóður koma sér saman um. Meginreglan við fjárfestingar sjóðsins er sú, að aðrir fjárfestar komi á sama tíma að fyrirtækinu til að tryggja að nægjanlegt fjármagn sé til staðar til að fylgja viðskiptahugmyndinni eftir. Stjórn Nýsköpunarsjóðs ákveður árlega hversu mikið fjármagn verður til ráðstöfunar til kaupa á hlutafé í nýjum fyrirtækjum og hversu miklu verður varið til þess að fylgja eftir fyrri fjárfestingum sjóðsins.

Eru takmarkanir á þátttöku sjóðsins í einstökum viðskiptahugmyndum?

Við mat á þátttöku Nýsköpunarsjóðs í sprotafyrirtæki er fyrsta meginreglan sú að viðskiptahugmyndin má ekki vera í beinni samkeppni við starfandi fyrirtæki á innanlandsmarkaði. Því þarf að vera tryggt, að viðskiptahugmyndin hafi ákveðið nýsköpunargildi hér á landi. Enn fremur þarf hugmyndin að uppfylla væntingar sjóðsins m.t.t. ávöxtunar á því fjármagni sem sett er í viðskiptahugmyndina.

Hvernig er fjárfestingatækifærum komið á framfæri við Nýsköpunarsjóð

Með öllum fjárfestingatækifærum þarf að liggja fyrir fullbúin viðskiptaáætlun sem lýsir viðskiptahugmyndinni og þeim forsendum sem liggja að baki. Mikilvægt er, að áætlunin sé byggð á raunhæfum forsendum, að fjallað sé um mögulega útgöngu fjárfesta og væntanlegan arð af fjárfestingunni, gangi áætlanir eftir.

Hvað tekur langan tíma fyrir sjóðinn að ákveða hvort áhugi sé á þátttöku í fyrirtækinu eða hugmyndinni?

Fjárfestingarráð fundar reglulega og fer yfir þau fjárfestingatækifæri sem ætlunin er að skoða. Á þeim fundum er settur ábyrgðaraðili á hvert mál en falli þau ekki að starfsemi sjóðsins er það yfirleitt tilkynnt til forsvarsmanns viðskiptahugmyndarinnar innan 14 daga frá því að gögnin hafa verið skoðuð af ábyrgðaraðila innan sjóðsins. Að öðrum kosti er farið ítarlega yfir viðskiptaáætlun fyrirtækisins. Ef einhver gögn vantar að mati starfsmanna sjóðsins er eftir þeim kallað við fyrsta tækifæri. Næsta skref er að ábyrgðaraðili verkefnisins hittir frumkvöðulinn og aðra aðstandendur viðskiptahugmyndarinnar, þar sem hann eða þeir kynna hugmyndina og viðskiptaáætlun sína í heild sinni.

Sá tími sem getur liðið frá því að fjárfestingatækifæri berst sjóðnum og þar til einhver ákvörðun liggur fyrir getur tekið allt frá 14 dögum, ef umsóknin fellur ekki að starfsemi sjóðsins, upp í nokkra mánuði, allt eftir eðli viðskiptahugmyndarinnar og hversu flókin og viðamikil hún er. Ekki er óalgengt, bæði hér á landi og erlendis, að það geti tekið allt að 6 mánuði að ganga endanlega frá fjárfestingu í viðskiptahugmynd.

Fjárfesting Nýsköpunarsjóðs, hvað felur hún í sér?

Taki Nýsköpunarsjóður ákvörðun um að fjárfesta í viðskiptahugmynd, þarf að byrja á því að tryggja það að öll þau skilyrði sem sett eru fyrir aðkomu sjóðsins, séu uppfyllt áður en til útborgunar á hlutafé kemur. Dæmi um algeng skilyrði af hálfu sjóðsins eru að hið nýja fyrirtæki sé eigandi að viðskiptahugmyndinni, að fjármögnun félagsins sé að fullu tryggð, að frumkvöðullinn taki þátt í uppbyggingunni og sé tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að viðskiptaáætlunin gangi eftir. Enn fremur er nær undantekningarlaust farið fram á að Nýsköpunarsjóður fái mann í stjórn félagsins. Tilgangur þess er m.a. sá að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins og að gæta hagsmuna sjóðsins í félaginu.

Hvenær selur Nýsköpunarsjóður sinn hlut í félaginu?

Þar sem Nýsköpunarsjóður er oft einn af frumfjárfestum viðskiptahugmyndarinnar er ljóst að sjóðurinn þarf að hafa fjárhagslega þolinmæði til að byggja fyrirtækið upp í samræmi við áætlanir. Ekki er talið óeðlilegt að Nýsköpunarsjóður sé hluthafi í a.m.k. 3-8 ár. Þegar þar að kemur er það sjálfstætt mat hverju sinni hvenær heppilegast er fyrir sjóðinn að selja sinn hlut. Eins og gefur að skilja er lögð áhersla á að sjóðurinn njóti hámarksávöxtunar á það fjármagn sem sett var í félagið. Þannig getur Nýsköpunarsjóður tekið þátt í enn fleiri hugmyndum annarra frumkvöðla og fyrirtækja. Við útgöngu sjóðsins úr fyrirtæki er lögð áhersla á að hagsmunir fyrirtækisins séu tryggðir og að nýir aðilar sem að fyrirtækinu koma, í stað sjóðsins, hafi burði til að fylgja fyrirtækinu enn frekar úr hlaði.

Hvar fást frekari upplýsingar?

Ef þú telur að þú sért með áhugavert fjárfestingatækifæri í höndunum er hægt að hafa samband við starfsmenn sjóðsins í síma 5101800 eða með tölvupósti á nyskopun@nyskopun.is 

Fjárfestingar

Marorka
Hafmynd
Clara
Betware
Kerecis
GreenQloud
Blue Lagoon
1998-2004
CanAg
2001-2006
Decode
1998-1999
Íshestar
1999-2011
Nikita
2000-2011
Oz
1998-2000
Star-Oddi
1999-2015
Videntifier
2011-2013
Taugagreining
1998-2002
Seaflower Whitefish
1999-2003
Metan
2003-2007
LH-tækni
2004-2010